David hefur yfir 25 ára reynslu á sviði netöryggismála og hefur gegnt fjölbreyttum hlutverkum hjá þekktum fyrirtækjum eins og Kaspersky Lab, TrueSec AB og Outpost24. Hann er þekktur í Svíþjóð á sínu sviði, þar sem nálgun hans á netöryggi hefur meðal annars verið sýnd í sænska sjónvarpsþættinum „HACKAD“, þar sem raunverulegar árásir voru framkvæmdar í beinni útsendingu. David er einnig þekktur fyrirlesari og hefur reglulega tekið þátt í ráðstefnum um allan heim. Undanfarið hefur hann leitt sitt eigið netöryggisfyrirtæki, boðið upp á ráðgjöf og þróað háþróaðar öryggislausnir og áætlanir, sem endurspegla áhuga hans á nýsköpun.
David er í grunninn hakkari og hefur því djúpa þekkingu á netárásum, hvernig þær fara fram og hvernig best er að verjast þeim. Stefna Syndis byggir á að skilningur á sóknarleik sé nauðsyn til að tryggja góða vörn.
Víðtæk reynsla Davids verður ómetanleg fyrir áframhaldandi vöxt Syndis á bæði sænskum og alþjóðlegum vettvangi. Sérfræðiþekking hans mun ekki aðeins auka vöru- og þjónustuframboð okkar, heldur einnig dýpka og breikka þekkingu Syndis.