ClickFix er nýleg tegund netárása sem nýtir vefveiðar (e. phishing) til að blekkja starfsmenn fyrirtækja. Árásir sem herja á Windows notendur og nýta sér Click Fix hafa færst í aukana. Notendur fá fölsk CAPTCHA-próf eða villuskilaboð sem leiðbeina þeim um að framkvæma einföld skref á lyklaborðinu: Win+R, Ctrl+V, og síðan Enter. Með þessum skrefum framkvæma notendur, óafvitandi, skaðlegar skipanir sem hafa verið afritaðar í klippiborð tölvunnar. Margar útgáfur eru til af þessari árásaraðferð, en þetta er algengasta útfærslan sem Syndis hefur orðið vart við.
Þar sem starfsmenn framkvæma sjálfir skaðlegar skipanir er erfiðara fyrir hefðbundnar öryggisvarnir að greina ógnina. ClickFix getur því auðveldlega leitt til upplýsingaþjófnaðar, fjársvika, óviðkomandi aðgangs að innri kerfum fyrirtækisins og alvarlegs orðsporsskaða.
Þessar ráðleggingar draga úr hættunni en útiloka hana þó ekki alfarið. Regluleg fræðsla, tæknilegar varnir og aukin árvekni starfsmanna eru lykilatriði í öflugri vörn gegn ClickFix og öðrum sambærilegum ógnum.
Við hjá Syndis fylgjumst vel með þróun þessara mála og ef þú hefur spurningar eða óskar eftir frekari upplýsingum er teymið hjá Syndis alltaf til reiðu.